ORÐRÓMUR Sú ákvörðun HS Orku að hætta við Hvalárvirkjun í Árneshreppi hefur glatt marga náttúruverndarsinna sem vildu ekki að fossar og stöðuvötn Stranda yrðu stórskemmd eða eyðilögð í þágu útlendra auðmannna og innlendra lukkuriddara.
Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruunnandi, hefur verið óþreytandi í baráttu sinni gegn áformunum og fagnar nú áfangasigri.
Fokreiðir virkjanasinnar vestra eru á öðru máli. Sá myrki her úthúðar Tómasi vegna sigursins.
Þá hefur Magnús Reynir Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins, útnefnt Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra sem sérstakan óvin Vestfjarða vegna málsins …