Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tómasz Þór Veruson biður fórnarlömb sín fyrirgefningar: „Ég biðst afsökunar frá innstu hjartarótum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Undanfarna daga hefur verið fjallað um mig og fyrri sambönd mín á samfélags- og fréttamiðlum vegna andlegs ofbeldis og óviðeigandi framkomu af minni hálfu í garð ástvina. Ég gengst við þeim og á mér þar engar málsbætur,“ skrifar Tomasz Þór Veruson, sem sakaður hefur verið um ofbeldi gagnvart sambýliskonum. Vilborg Arna Gissurardóttir útivistarkona steig af þessu tilefni fram og lýsti ofbeldi Tomaszar sem segir að á þessum tíma hafi hann af ýmsum ástæðum verið á vondum stað andlega sem rekja megi til áfalla í æsku en Tomasz var einn þeirra sem bjargaðist úr snjóflóðinu í Súðavík.
„Það afsakar þó á engan hátt framkomu mína í garð þeirra sem lýst hafa vanlíðan sinni í erfiðu sambandi við mig. Á því tek ég fulla ábyrgð. Ég lét vanlíðan mína bitna á öðrum í stað þess að leita mér aðstoðar“.
Tomazs segir að síðastliðin þrjú ár hafi hann markvisst leitað sér faglegrar aðstoðar, bæði hjá heilbrigðisstofnunum en einnig sálfræðingi og geri það enn.
„Mig langar einlæglega að verða betri maður, eiga eðlilegt og heilbrigt samband við þá sem eru mér kærastir. Það er langhlaup sem mun taka tíma. Ég geri mér grein fyrir því“.
Hann segist hafa beðið þolendur sína afsökunar, bæði áður og eftir að samböndum og öllum samskiptum lauk.
„Ég biðst afsökunar frá innstu hjartarótum og vona að tíminn græði sárin. Að lokum vil ég biðja það góða starfsfólk sem unnið hefur hjá útivistarfélaginu „Af Stað“ og viðskiptavini þess innilegrar afsökunar á verulegum óþægindum sem atburðarás síðustu daga hefur haft í för með sér. Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfum mér það að hafa valdið samferðafólki mínu slíkum óþægindum“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -