Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Torgi ekki borist stefna vegna kröfu upp á 1,1 millj­arð: „Við sjá­um ekki hvern­ig fyr­ir­hug­uð stefn­a geti tengst Torg­i“  

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ársskýrslu Sýnar hf. kemur fram að Sýn hf. hafi með bréfi þann 17 desember 2019 gert  kröfu á Ingibjörgu Pálmadóttur, Jón Ásgeir Jóhannesson, 365 miðla hf. og Torgs ehf., sem heldur utan um núverandi rekstur Fréttablaðsins, á grundvelli samkeppnisákvæða í kaupsamningi Sýnar hf. við 365 hf. frá 14. mars 2017.

Í bréfinu er þeirri skoðun lýst að tilteknir þættir í starfsemi vefmiðilsins frettabladid.is samrýmist ekki þeim skuldbindingum sem fram komi í þeim samningi.

„Þá er vísað til þess að umrædd ákvæði feli í sér rétt Sýnar hf. til að krefjast févítis/dagsekta að fjárhæð 5 millj. kr. á dag að viðbættum verðbótum. Á þeim grundvelli er svo gerð krafa um greiðslu á 1.140 millj. kr. auk verðbóta. Af hálfu Ingibjargar, Jóns Ásgeirs og 365 hf. var kröfunni mótmælt með bréfi 20. des. 2019. Sýn hf. hefur falið lögmanni að undirbúa höfðun dómsmáls til heimtu þessarar kröfu og má búast við því að það verði höfðað á næstu vikum,“ segir í ársskýrslunni.

Á vef Fréttablaðsins kemur fram að Torgi ehf. hafi ekki ennþá borist stefna frá Sýn. „Við sjá­um ekki hvern­ig fyr­ir­hug­uð stefn­a geti tengst Torg­i,“  er þá haft eftir Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs ehf.

Ársskýrsluna má sjá hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -