Jóhannes Sigurjónsson, ritstjóri og blaðamaður frá Húsavík, hefur verið sviptur ellilífeyri vegna sjúkrahúsdvalar. Tryggingastofnun skerðir réttindi hans svo vegna veikindanna að hann stendur eftir með 10 þúsund krónur til að lifa af.
Geta ellilífeyrisþegar átt von á því að verða sviptir lífeyri að frátöldu vasafé, dvelji það lengur en 180 daga á sjúkrahúsi. Jóhannes hefur vegna veikinda þurft að dvelja á Sjúkrahúsinu á Akureyri í rúmlega hálft ár vegna veikinda. Með sjúkrahúsdvölinni missti hann ellilíeyfisrétt sinn og lenti í skerðingu frá Tryggingastofunun ríkisins.
Jóhannes furðar sig á þessum reglum.
„ef þú ert 67 ára eins og ég, með lífeyri, sem tekjulágur þá þarftu að borga fyrir sjúkrahúsvistina, því þá ertu sviptur þessum tekjum,“ sagði Jóhannes í samtali við Fréttablaðið.
Áður en dvölin náði 180 dögum segir Jóhannes hafa fengið um 220.000 krónur útborgaðar á mánuði frá lífeyrissjóði og TR.
„Sjúkrahúsið ætlar nú að taka af mér hundrað og sjötíu þúsund krónur. Það fara fjörutíu þúsund hjá mér í húsnæði úti í bæ. Þá á ég eftir tíuþúsundkall á mánuði.“
Á sama tíma og tekuskerðingin átti sér stað horfði Jóhannes á fundi í sjónvarpinu. Þar sögðu allir helstu sjórnmálaforingar landsins það, að sjúkrahúsvist ætti að vera ókeypis, fyrir alla.
Fram kemuir í Fréttablaðinu að systir Jóhannesar, Guðrún, hefur tekið upp hanskann og barist fyrir hann í þessu máli. Slíkt hið sama hafa fleiri fjölskyldumeðlimir gert. Þá segir hún að efnameira fólk geti dvalið á sjúkrahúsi í 180 daga án þess að verða fyrir skerðingu tekna.
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur í lífeyrismálum þekkir ekki til máls Jóhannesar. Hann segir segir stöðuna óréttláta í samtali við Fréttablaðið.
„Það er skýrt í lögum að TR er heimilt að fella niður lífeyrisgreiðslur eftir sex mánaða dvöl á sjúkrahúsi, en þetta er mjög umdeilanlegt ákvæði og í raun óréttlátt. Sérstaklega af því að það rekst á sjúkratryggingaréttinn sem aðrir njóta en þeir sem stóla á greiðslur frá TR.’’