Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Trampólínið fór í loftköstum að húsi nágrannans – Ófriðarseggir og ólátabelgir héldu sig heima

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Átta manns gistu í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrátt fyrir það var nóttin nokkuð rólegt. Lögreglan tekur að ófriðarseggir og ólátabelgir hafi haldið sig heima vegna veðursins sem gekk yfir um helgina.

Nokkur útköll voru á höfuðborgarsvæðinu þar sem þakplötur voru að losna frá og trampólín kominn á flakk. Tilkynnt var um trampólín sem hafði fokið og hékk uppi í tré, engum til gagns. Lögregla fór á vettvang og óskaði eftir aðstoð slökkviliðs sem tók trampólínið niður.

Í Hafnarfirði varð nokkurt uppnám í gær þegar trampólín tókst á loft með eiganda sinn í eftirdragi. Eigandinn náði í miðjum klíðum að hringja í neyðarnúmer og biðja um hjálp þar sem trampólínið var að fjúka í áttina að húsi nágranna hans. Eigandinn kvaðst vera einn og að hann réði ekkert við aðstæðurnar í svo miklum vindi. Lögregla fór á vettvang en gat heldur ekki fært trampólínið vegna veðurhamsins. Á þessu stigi var ekki talið að trampólínið ógnaði nágrannanum lengur. Lögreglan yfirgaf því vettvanginn og ætlaði trampólíneigandinn að hafa samband við maka sinn til að taka það í sundur.

Tilkynnt um nokkra þjófnaði í verslunum og voru þau mál afgreitt á staðnum samkvæmt venju.

Eldur kom upp í langferðabíl við Borgartún. Rútan alveg bruninn og gjörónýt.

Sex manns voru handteknir í átaki lögreglu gegn ólöglegri atvinnustarfsemi. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

- Auglýsing -

Dólgur var handtekinn á vettvangi þar sem hann var búinn að brjóta sér leið inn í veitingarstað.

Tveir ofbeldismenn voru í nótt handteknir í sitthvoru málinu fyrir ofbeldi í heimahúsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -