Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Trausti óttast ægivald fjölmiðla: „Ég hef aldrei hitt Íslending sem ber ekki ugg í brjósti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trausti Sigurðsson eftirlaunaþegi telur fjölmiðla hafa hvílíkt hreðjatak á stjórnarfari Íslands að þeir hafi öll völd í málefnum hælisleitenda hér á landi. Með því að fjarstýra ráðamönnum með þessum hætti telur Trausti að vilji almennings sé fótumtroðinn.

Þetta ritar Trausti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Loksins hélt ég að stjórnmálamenn ætluðu að taka völdin í málefnum hælisleitenda á Íslandi þegar dómsmálaráðherra sagði eitthvað á þá leið að einstök mál yrðu ekki tekin fyrir þótt þau rötuðu í fjölmiðla. Enn á ný sýndu fjölmiðlar hins vegar hvaða hreðjatak þeir hafa á stjórnarfari þessa lands og fótumtroða vilja almennings í þessum málum. Það er greinilegt að þingmenn eru ekki í neinu sambandi við almenning þegar þeir koma smjaðurslegir í fjölmiðla og halda því fram að almenningur hafi risið upp og mótmælt brottflutningi fólks frá landinu sem ekki hefur neinar forsendur til að fá landvistarleyfi,“ segir Trausti.

„Ótti og fordómar eru jú oftast sprottnir af þekkingarleysi og vankunnáttu um hina ýmsu menningarheima.“

Eftirlaunaþeginn tekur það fram að málsmeðferðartími í málum hælisleitenda eigi að vera sem allra stystur. Hann bendir hins vegar á að í þessum málaflokki sé iðulega allt gert til að tefja framkvæmd mála. „Það er ekkert sem segir að það sé mannréttindabrot að börn sem eru búin að vera á Íslandi í tvö ár fái ekki að vera hér áfram, samkvæmt því ættu börn foreldra sem fara í margra ára framhaldsnám í Bandaríkjunum að eiga heimtingu á að fá græna kortið svo dæmi sé tekið. Annað mál er að ég hef aldrei hitt Íslending sem ber ekki ugg í brjósti gagnvart trúarbrögðum og menningu sem honum eru framandi,“ segir Trausti sem er á þeirri skoðun að þar eigi fjölmiðlar að koma frekar til skjalanna með fræðslu til almennings:

„Ótti og fordómar eru jú oftast sprottnir af þekkingarleysi og vankunnáttu um hina ýmsu menningarheima. Ég skora á fjölmiðla að fara með tæki sín og tól og kafa ofan í hina ýmsu trúarmenningu sem er á Íslandi og kynna okkur líf fólksins innan hinna ýmsu safnaða frá byrjun til enda. Séu menn ósáttir við þjóðkirkjuna vegna Jesúmyndanna sem sýna konu með hormónatruflanir er hægt að segja sig úr kirkjunni en það er víst mjög erfitt að segja sig úr RÚV.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -