Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Tregafullar frásagnir og óhugnaleg morðmál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhugaverð hlaðvörp.

Dirty John er mögnuð sex þátta hlaðvarpssería um óhugnalegt morðmál í Orange County i Bandarík-junum. Hönnuðurinn Debra Newell kynnist hinum heillandi John Meehan í gegnum stefnumótasíðu og fellur fyrir honum þrátt fyrir aðvaranir ástvina sem finnst eitthvað bogið við kauða. Það er ekki fyrr en hana fer sjálfa að gruna að John sé ekki allur þar sem hann er séður sem renna á hana tvær grímur.

Í Ástandsbörnum skoðar fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir hið svokallaða Ástand á hernámsárunum út frá sjónarhóli ástandsbarna, það er börnum íslenskra kvenna og útlendra hermanna. Þetta eru áhugaverðir og vandaðir þættir sem meðal annars svipta hulunni af erfiðum uppvaxtarárum þessara einstaklinga og fordómunum sem margir þurftu að þola vegna uppruna síns.

Terrible, thanks for asking er vandað og vægast sagt áhugavert fimm vasaklúta hlaðvarp þar sem stjórnandinn Nora McInerney fær gesti sína til að deila erfiðum lífsreynslusögum með hlustendum. Allt frá einlægum frásögnum um erfiða skilnaði yfir í tregafullar frásagnir um ástvinamissi. Þótt vissulega sé grátið er glettnin skammt undan og það á sinn þátt í aðdráttarafli Terrible, thanks for asking.

Í þættinum Í ljósi sögunnar eru málefni og atburðir líðandi stundar skoðuð í sögulegu samhengi. Saga Jerúsalem frá fornri tíð og fram að aldamótum 20. aldar, saga Johns F. Kennedy Bandaríkjaforsetja og saga Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu er á meðal ólíkra viðfangsefna en umsjón er í höndum Veru Illugadóttir, sem fjallar um málin af svo mikilli kunnáttu og innsæi að unun er að hlýða á.

Texti / Roald Eyvindsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -