Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Treysti sér ekki til að mæta mönnunum í réttarsal

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnari Karli Ólafssyni var nauðgað ítrekað af fjórum karlmönnum í desember 2017. Hann sagði sögu sína í viðtali við Mannlíf á föstudaginn. Þar kemur fram að hann hafi ekki kært mennina vegna þess að hann treysti sér ekki til að mæta þeim í réttarsal.

„Ég hugsa enn þá um það á hverjum degi hvort ég ætti að kæra eða ekki. Ég er búinn að komast að því hvaða menn þetta eru, eða þrír af þeim reyndar, ég veit ekki enn hver sá fjórði er,“ útskýrir Gunnar.

Ég sé mig ekki fyrir mér í dómsal ef þeir yrðu sýknaðir.

„En fyrir mér lítur dæmið þannig út að þeir eru fjórir á móti einum og þegar maður horfir á tölfræðina yfir það hversu oft svona kærur enda með sakfellingu þá get ég ekki haft mig í það. Ég sé mig ekki fyrir mér í dómsal ef þeir yrðu sýknaðir og mér og öllum öðrum myndi finnast að ég væri að ljúga, þannig að ég á mjög erfitt með það að treysta mér í það ferli, enn þá að minnsta kosti.“

Í upphafi kenndi Gunnar sjálfum sér um nauðgunina.

„[Ég] skammaði sjálfan mig fyrir að hafa drukkið of mikið og ekki passað drykkinn minn betur, þetta væri allt mér að kenna. Þótt ég viti betur núna þá stend ég mig samt stundum að því að vera enn að ásaka sjálfan mig fyrir að hafa lent í þessu.“

Viðtalið við Gunnar má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -