Rútuslys varð í Biskupstungunum í gærkvöld. Fimmtíu manns voru í rútunni sem var á vegum fyrirtækisins Artic Rafting að flytja fólk á leið úr flúðasiglingu.
Slys á fólki eru minniháttar, að því er segir á visir.is, og er ástand farþeganna betra en útlit var fyrir í fyrstu. Nokkrir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Rútan var með þar til gerða báta í eftirdragi þegar hún valt. Bjarni Haukur Bjarnason, farþegi sagði við Vísi að rútan hafi verið á leið frá Hvítá Hann segir rútuna hafa verið troðfulla og að starfsmenn fyrirtækisins hafi þurft að standa. Þá hafi rútunni verið ekið nokkuð hratt eftir malarvegi.