Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Trúarofbeldi á Íslandi – Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum lýsir grófu ofbeldi, kvíða og skömm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt, segir í Kompás þætti Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Í þættinum er grófu kynferðisofbeldi lýst, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð.

Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi sagði í Kompás þætti í gærkvöldi.

Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis.

Takast á við depurðaeinkenni og kvíða

Petra Hólmgrímsdóttir, sálfræðingur sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul.

„Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún.

- Auglýsing -

Sigríður Lund Hermannsdóttir, viðmælandi í viðtalinu var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi.

„Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.”

Fækkar í söfnuðunum 

Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -