Laugardagur 7. september, 2024
9.7 C
Reykjavik

Tryggingastofnun segir öryrkja og skjólstæðinga hóta starfsfólki – Má ekki leyna nöfnum starfsfólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tryggingastofnun ber skylda til að upplýsa um nöfn þeirra starfsmanna sem standa að ávörðunum stofnunarinnar svo sem örorkumati, hverju sinni. Þetta er álit umboðsmanns  Alþing­is. Stofn­un­in hefur leynt nöfnum starfsfólks til að vernda það gagnvart öryrkjum og öðrum þeim sem eiga hagsmuni sína undir stofnuninni. Því er haldið fram að starfsfólk hafi íitrekað orðið fyrir hótunum og verið áreitt eftir að teknar hafa verið ákvarðanir sem varða skjólstæðinga stofnunarinnar. Morgunblaðið segir frá þessu í dag.

Úrskurðurinn kemur í kjölfar þess að maður kvartaði til umboðsmanns Alþing­is yfir því að umfjöllun og ákvörðun Trygg­inga­stofn­un­ar um ör­orkumat hans hefðu verið nafn­laus. Í þeim skjöl­um kæmu ekki fram nöfn þeirra starfs­manna sem stóðu að baki þeim.

Í skýr­ing­um Trygg­inga­stofn­un­ar til umboðsmanns var meðal ann­ars vísað til þess að ákveðið hefði verið að hætta að birta nöfn starfs­manna við af­greiðslu mála vegna þess að stofn­un­in hefði talið nauðsyn­legt að grípa til aðgerða til að vernda starfs­fólk henn­ar. Þá nyti það per­sónu­vernd­ar lög­um sam­kvæmt. Viðskiptavinir Tryggingastofnunar eru flestir þeir sem eiga erfiðast uppdráttar í samfélaginu og búa við lökust kjör.

Umboðsmaður áréttar að það hafi grund­vall­arþýðingu út frá réttarör­ygg­i að til­greina nöfn þeirra starfs­manna sem stæðu að ákvörðun. Þannig gæf­ist málsaðila til dæm­is færi á að ganga úr skugga um að viðkom­andi starfs­menn væru hæfir til að taka slíkar ákvarðanir, auk þess sem það hefði grund­vall­arþýðingu til að hann gæti metið hvort aðstæður væru með þeim hætti að ef­ast mætti um hæfi starfs­manns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -