Konna var rænd í austurborginni þegar hún var upptekin við vinnu sína. Farið var í veski hennar og stolið farsíma, greiðslukorti, lyklum og fleiru. Konan náði með snarræði að hafa uppi á þjófnum og endurheimta símann og aðrar eigur. Þjófurinn var þegar búinn að nota greiðslukortið. Lögreglan býr nú yfir upplýsingum um það hver þjófurinn er og verður hann látinn sæta ábyrgð.
Kona var staðín að innbroti í bifreið á svipuðum slóðum. Hún var hamslaus og veittist að fólki sem kom að henni. Gripið var til borgarlegar handtöku og var henni haldið í tökum þar til lögregla kom á vettvang. Hún er grunuð um eignaspjöll og líkamsárás og mun horfast í augu við gjörðir sínar þegar hún vaknar.
Lögregla stöðvaði bifreið í miðborginni undir miðnætti. Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára stúlka sem er grunuð um ölvun við akstur. Forráðamanni hennar var kynnt málið og Barnavernd upplýst.
Enn ein konan kom við sögu í afbrotum næturinnar. Sú var stöðvuð þegar hún var að yfirgefa verslun með vörur fyrir rúmlega 23000 kr. sem hún hafði ekki greitt fyrir. Þýfið var tekið af búðarþjófnum sem þarf að svara fyrir athæfi sitt.
Undarlegt háttalag ökumanns á bílastæði var tilkynnt til lögreglu. Ökumaðurinn ók á kyrrstæðar bifreiðar en hraððaði sér á brott. Leit lögreglu bar ekki árangur en vitni náði skráningarnúmeri bifreiðarinnar sem er í eigu fyrirtækis. Ökumaðurinn verður væntanlega afhjúpaður í dag.
Nokkur innbrot til viðbótar áttu sér stað í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.