Lögregla var kölluð til á Hlíðarenda vegna dólgsláta albanskra stuðningsmanna albanska liðsins Vllaznia sem atti kappi við Val í Sambandsdeildinni. Albanarnir höfðu í frammi „alls kyns ósæmilega hegðun og í einhverjum tilvikum kom til stympinga“ segir í dagbók lögreglunnar. Réðust stuðningsmennirnir á öryggisvörð og reyndu að komast að íslensku leikmönnunum til að skaða þá.
Samkvæmt frásögn Vísis var rót átakanna sú að Valur jafnaði í leiknum þegar komið var fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Trylltir stuðningsmenn Vllazni voru ósáttir með dómsgæsluna. Gerður var aðsúgur að dómaranum og flöskum grýtt. Vísir segir að UEFA munu fá upptökur af því sem gerðist. Þá flúgur fyrir að stjórnarmönnum Vals hafi verið hótað illu þegar þeir koma til Albaníu í næstu viku.
Þegar leikmenn gengu af velli reyndu Albanir að brjóta sér leið að leikmönnum Vals en öryggisgæsla stóð í vegi fyrir þeim. Ekki liggur fyrir hverjir árásarmennirnir úr hópi Albana eru en talsvert er um Albana í undirheimum Íslands.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Annar ökumaður stöðvaður á 143 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar. Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Í Hafnarfirði voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá þriðji fyrir ölvun við akstur. Ölvunaraksturinn tengist einnig umferðaróhappi. Einn ökumaður stöðvaður fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Það er dýrt spaug þar sem lágmarkssekt er 120 þúsund krónur.
Maður og kona handtekin í Kópavogi fyrir sölu fíkniefna. Konan fvar einnig grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.