Sunnudagur 12. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Tugir milljóna til þingmanna: Þetta fengu þau á síðasta ári – Tólf þingmenn fóru yfir 20 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laun þingmanna hafa verið á milli tannanna á fólki, sérstaklega í desember þegar í ljós kom að þeir fengu rúmlega 180 þúsund í jólabónus á meðan öryrkjar og eldri borgar urðu að sætta sig við um 50 þúsund. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að laun þeirra hækkuðu um 3.4 nú um áramót eða 40 þúsund krónur. Margt athyglisvert kemur í ljós þegar listinn er skoðaður og

Nú er búið að birta lista yfir laun og kostnað vegna þingmanna fyrir síðasta ár, 2020. Þeir þingmenn sem dýrastir voru í rekstri á síðasta ári eru Logi Einarsson með tæpar 27 milljónir og skammt á hæla hans var Steingrímur J. Sigfússon einnig með tæpar 27 milljónir. Þá er Sigmundur Davíð með 24.8 milljónir. Bjarkey Olsen var með 23.1, Inga Sæland endaði í fimmta með 23.4 og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er þar á eftir með 22.3 milljónir í laun og kostnað.

Laun þingmanna eru á bilinu 1.352.456 til 2.123.215 milljón króna á mánuði. Þannig fékk Steingrímur J. Sigfússon rúmar 23 milljónir eingöngu í laun á síðasta ári, Logi 21 milljón en Smári Mc Carthy og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14.2 milljónir og eru þessar tölur fyrir utan kostnað og ýmsa styrki.

Tólf þingmenn kostuðu skattborgara yfir 20 milljónir á síðasta ári. Ef skoðað hvaða flokkar kostuðu skattborgara mest að meðaltali, þá er Samfylkingin í efsta sæti með hátt í 20 milljónir, Miðflokkurinn í öðru sæti og Viðreisn í því þriðja. Þá eru Píratar í neðsta sæti.

Samfylkingin – 19,430,002 að meðaltali á þingmann

Miðflokkurinn  18,722,110 að meðaltali á þingmann

- Auglýsing -

Viðreisn 18,174,898 að meðaltali á þingmann

Vinstri Græn 18,146,618 að meðaltali á þingmann

Framsóknarflokkurinn 17,863,854.50 að meðaltali á þingmann

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn 17,265,709 að meðaltali á þingmann

Píratar að 16,649,381 meðaltali á þingmann

Flokkur fólksins 19.937.722 að meðaltali á þingmann*

Flokkur Fólksins er aðeins með tvo þingmenn og því verður honum ekki raðað í sæti eftir kostnaði í þessari úttekt. Þegar flokkar ná kjöri á Alþingi fá þeir minnst þrjú sæti. Í Flokki fólksins eru aðeins tveir þingmenn og því verður þeim ekki raðað í sæti í þessari úttekt. Samfylkingin er því sá flokkur sem fær mest að meðaltali.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir laun og kostnað allra þingmanna fyrir árið 2020.

1. Logi Einars­son26.888.184Samfylking
2. Steingrímur J. Sigfússon26.796.363VG
3. Sigmundur Davíð Gunnlaugs­son24.802.690Miðflokkur
4. Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir23.136.030VG
5. Inga Sæland22.398.164Flokkur Fólks
6. Þorgerður K Gunnars­dóttir22.353.906Viðreisn
7. Lilja Rafney Magnús­dóttir22.181.079VG
8. Albertína Friðbjörg Elías­dóttir21.069.317Samfylking
9 Líneik Anna Sævars­dóttir21.000.201Framsókn
10. Guðjón S Brjáns­son20.534.279Samfylking
11. Páll Magnús­son20.410.992Sjálfstæðisfl.
12. Halla Signý Kristjánsdóttir20.358.053Framsókn
13. Oddný G Harðar­dóttir19.977.906Samfylking
14. Njáll Trausti Friðberts­son19.833.736Sjálfstæðisfl.
15. Willum Þór Þórs­son19.509.591Framsókn
16. Sigurður Páll Jóns­son19.439.456Miðflokkur
17. Anna Kolbrún Árna­dóttir19.196.455Miðflokkur
18. Ásmundur Friðriks­son18.960.959Sjálfstæðisfl.
19. Bergþór Óla­son18.882.426Miðflokkur
20. Haraldur Benedikts­son18.680.894Sjálfstæðisfl.
21. Brynjar Níels­son18.239.700Sjálfstæðisfl.
22. Ari Trausti Guðmunds­son18.211.319Vinstri græn
23. Hanna Katrín Friðriks­son18.036.537Viðreisn
24. Birgir Þórarins­son17.905.488Miðflokkur
25. Helgi Hrafn Gunnars­son17.881.764Píratar
26. Smári McCarthy17.840.930Píratar
27. Gunnar Bragi Sveins­son17.823.449Miðflokkur
28. Bryndís Haralds­dóttir17.822.475Sjálfstæðisflokkur
29. Þórunn Egils­dóttir17.734.100Framsókn
30. Karl Gauti Hjalta­son17.635.308Miðflokkur
31. Guðmundur Andri Thors­son17.589.414Samfylkingin
32. Silja Dögg Gunnars­dóttir17.565.762Framsókn
33. Vilhjálmur Árna­son17.489.519Sjálfstæðisfl.
34. Guðmundur Ingi Kristins­son17.477.380Flokkur fólks
35. Þorsteinn Sæmunds­son17.462.517Miðflokkur
36. Helga Vala Helga­dóttir17.426.292Samfylkingin
37. Sigríður Á Andersen17.399.006Sjálfstæðisfl
38. Birgir Ármanns­son17.342.188Sjálfstæðisfl
39. Óli Björn Kára­son17.204.735Sjálfstæðisfl
40. Þórhildur Sunna Ævars­dóttir17.077.047Píratar
41. Kistján Þór Júlíus­son16.760.599Sjálfstæðisfl
42. Ólafur Þór Gunnars­son16.605.901VG
43. Rósa Björk Brynjólfs­dóttir16.560.761Samfylking
44. Jón Gunnars­son16.433.702Sjálfstæðisfl.
45. Jón Steindór Valdimars­son16.333.327Viðreisn
46. Jón Þór Ólafs­son16.253.403Píratar
47. Ásmundur Einar Daða­son16.117.207Framsókn
48. Sigurður Ingi Jóhanns­son16.117.207Framsókn
49. Þórdís Kolbrún R Gylfa­dóttir16.117.207Sjálfstæðisfl.
50. Björn Leví Gunnars­son15.750.285Píratar
51. Kolbeinn Óttars­son Proppé15.640.734VG
52. Andrés Ingi Jóns­son15.413.217Utan flokka
53. Ágúst Ólafur Ágústs­son15.393.867Samfylking
54. Steinunn Þóra Árna­dóttir15.368.610VG
55. Ólafur Ísleifs­son15.351.209Miðflokkur
56. Halldóra Mogensen15.092.857Píratar
57. Áslaug Arna Sigurbjörns­dóttir14.538.205Sjálfstæðisfl.
58. Bjarni Benedikts­son14.508.715Sjálfstæðisfl.
59. Guðlaugur Þór Þórðar­son14.508.715Sjálfstæðisfl.
60. Guðmundur Ingi Guðbrands­son14.508.715VG
61. Katrín Jakobs­dóttir14.508.715VG
62. Lilja Alfreðs­dóttir14.508.715Framsókn
63. Svandís Svavars­dóttir14.508.715VG
64. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs­dóttir10.924.877Viðreisn
65. Þorsteinn Víglunds­son5.050.947Viðreisn/hættur

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -