Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tugir Strætóstarfsmanna orðið fyrir einelti á árinu – Nærri helmingur finnur fyrir streitu í starfi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vinnustaðagreiningu innan Strætó sem gerð var á síðasta ári kemur fram töluverð óánægja meðal starfsmanna þegar litið er til eineltis og streitu í starfi. Tuttugu og tveir sögðust hafa orðið fyrir einelti síðastliðið ár.

Fjöldi starfsmanna sem svöruðu spurningunum voru á bilinu 151 til 162.
Könnunin sem gerð var innan Strætó samanstóð af 14 spurningum þar sem spurt var meðal annars út í starfsanda vinnustaðar, jafnrétti og álag. Auk þess var spurt hvað myndi helst auka ánægu fólks í starfi og voru 40% þátttakenda sammála um að minnkað vinnuálag og streita myndi auka ánægju.

Af 162 sem svöruðu spurningunni : Hefur þú orðið fyrir einelti á þínum vinnustað á sl. 12 mánuði svöruðu 22 spurningunni játandi, eða um 14% starfsmanna.

Spurningin: Ég finn fyrir streitu í vinnunni var einnig borin fram og voru 45% af þeim sem svöruðu ýmist mjög sammála, eða frekar sammála.

Finnur þú fyrir streitu í vinnunni :

Streita á vinnustað Mjög sammálaFrekar sammálaHvorki néFrekar ósammálaMjög ósammála
Hlutfall þeirra sem svöruðu í % tölu22%23%27%14%14%

Þá voru 25% þeirra sem svöruðu könnuninni mjög sammála því að of mikið vinnuálag væri í þeirra starfi.

- Auglýsing -

Spurt var hvort starfsfólki hlakkaði til að mæta í vinnuna og voru flestir frekar sammála.

Ég hlakka til að mæta í vinnunaMjög ósammálaFrekar ósammálaHvorki néFrekar sammálaMjög sammála
Hlutfall þeirra sem svöruðu í % tölu6%8%24%33%30%

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -