Í vinnustaðagreiningu innan Strætó sem gerð var á síðasta ári kemur fram töluverð óánægja meðal starfsmanna þegar litið er til eineltis og streitu í starfi. Tuttugu og tveir sögðust hafa orðið fyrir einelti síðastliðið ár.
Fjöldi starfsmanna sem svöruðu spurningunum voru á bilinu 151 til 162.
Könnunin sem gerð var innan Strætó samanstóð af 14 spurningum þar sem spurt var meðal annars út í starfsanda vinnustaðar, jafnrétti og álag. Auk þess var spurt hvað myndi helst auka ánægu fólks í starfi og voru 40% þátttakenda sammála um að minnkað vinnuálag og streita myndi auka ánægju.
Af 162 sem svöruðu spurningunni : Hefur þú orðið fyrir einelti á þínum vinnustað á sl. 12 mánuði svöruðu 22 spurningunni játandi, eða um 14% starfsmanna.
Spurningin: Ég finn fyrir streitu í vinnunni var einnig borin fram og voru 45% af þeim sem svöruðu ýmist mjög sammála, eða frekar sammála.
Finnur þú fyrir streitu í vinnunni :
Streita á vinnustað | Mjög sammála | Frekar sammála | Hvorki né | Frekar ósammála | Mjög ósammála |
Hlutfall þeirra sem svöruðu í % tölu | 22% | 23% | 27% | 14% | 14% |
Þá voru 25% þeirra sem svöruðu könnuninni mjög sammála því að of mikið vinnuálag væri í þeirra starfi.
Spurt var hvort starfsfólki hlakkaði til að mæta í vinnuna og voru flestir frekar sammála.
Ég hlakka til að mæta í vinnuna | Mjög ósammála | Frekar ósammála | Hvorki né | Frekar sammála | Mjög sammála |
Hlutfall þeirra sem svöruðu í % tölu | 6% | 8% | 24% | 33% | 30% |