Lúxushótelið The Reykjavík Edition auglýsir eftir 34 nýjum starfsmönnum og er aðsókn á hótelið sögð góð. Magar stöður sem auglýstar eru, eru stjórnunarstöður en Ninna Hafliðadóttir, markaðs- og upplýsingastjóri lúxushótelsins sagði í viðtali við mbl.is að mikill áhugi væri á Íslandi og ferðaþjónustan væri á uppleið. Þá styttist í að öll herbergi hótelsins verði tekin í notkun en fjallaði Mannlíf um hótelið í desember.
Gunnar Karl Gíslason sem er kokkurinn á bak við Dill, hinn vinsæla veitingastað, og handhafi New Nordic Michelin-stjörnunnar er við stjórnvölinn á Tides, sérstökum veitingastað Reykjavík EDITION sem skartar verönd og sérinngangi frá höfninni.
Segist Gunnar Karl vera spenntur fyrir því að vera hluti af opnun Reykjavík EDITION sem beðið hafi verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Þá er að finna kaffihús á neðstu hæð hótelsins sem er tilvalið fyrir morgunhana en opnar það klukkan sex á morgnanna en fjallaði Mannlíf um kaffihúsið stuttu eftir opnun þess.
Þá verður opnaður glæsilegur kokteilbar á hótelinu en um er að næða næturklúbb og þakbar sem hefur ekki sést áður hér á landi. Því má með sanni segja að Reykjavík EDITION sé staður fyrir öll tækifæri.