Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Túrnælur teiknaðar í beinni: Kabarettdrottning safnar fyrir Evróputúr

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Söfnun styrkja gengur vel. Ég er komin með andvirði þriggja leigubíla frá gististað að giggi sem er vel af sér vikið,” segir kabarettdrottning Íslands, Margrét Erla Maack.

Margrét safnar nú styrkjum fyrir Evróputúr, fullan af fjörðum, gleði og kabaretttöfrum, en þeir sem styrkja fjöllistakonuna fá að launum fallegar túrnælur með burlesque-bombuna í aðalhlutverki. Listaverkin á nælunum voru teiknuð af Rán Flygenring, en Rán vippaði teikningunum upp á sýningu með Reykjavík Kabarett.

Hér eru túrnælurnar umtöluðu.

Þeir sem styrkja Margréti geta valið um tvenns konar nælur, eða styrkt hana aðeins meira og fengið báðar nælurnar. Margrét segir í samtali við Mannlíf að flestir styrkjendur velji báðar nælurnar og bætir við að framlögin fari líklegast meðal annars í að næra þreyttan en glaðan túrverja.

Hér má sjá fyrirmyndina að annarri nælunni, atriði þar sem Margrét skreytti sig með túrtöppum og hristi sig hressilega.

„Þegar ég ferðast er stór hluti af upplifuninni að borða, og ætli nælusjóðurinn fari ekki í það að einhverju leyti,” segir Margrét.

Gógó Starr kemur með

Áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur því söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudagsins 8. júlí. Tveimur dögum síðar, eða þann 10. júlí, er Margrét flogin af landi brott. Kabaretttúrinn hefst í Helsinki, höfuðstað Finnlands, þann 12. júlí og heimsækir hún síðan Kaupmannahöfn, Gautaborg, aftur Kaupmannahöfn, Liverpool, Edinborg, Leeds og Osló, en stoppið í höfuðborg Noregs er þann 24. ágúst og það síðasta í túrnum. Margrét segir þó að fleiri staðir gætu bæst inn á leiðinni en með henni í för verður dragundrið Gógó Starr.

„Við ferðumst með alls konar skemmtiatriði og dettum inn í kabarettsýningar víðs vegar. Svo við erum ekki að ferðast með heila sýningu, heldur njótum góðs af sýningum vina okkar sem eru búin að koma sér upp aðdáendahópi,” segir Margrét.

Hin nælan er innblásin af þessu fjaðrahafi Margrétar.

Mikið maus að pakka

Eins og þeir sem hafa mætt á sýningar Margrétar, hvort sem það er með Reykjavík Kabarett eða í hinum fjölmörgu veislum og viðburðum sem hún hefur stýrt síðustu misseri, vita að hennar aðalsmerki eru mikilfenglegir búningar og alls kyns aukahlutir sem koma á óvart. Því verður blaðamaður að spyrja: Hvernig pakkar maður fyrir svona ferðalag?

- Auglýsing -

„Það er mikið maus að pakka fyrir svona. Tónlistarmenn hafa lengi notið góðs af velvild flugfélaga upp á farangur að gera. Við Gógó erum í samstarfi við WOW sem hafa verið mjög liðleg og skilningsrík á farangursheimild og viðkvæmum búningum og þeirra framlag munar mjög miklu að gera ferðalagið að veruleika,” segir Margrét.

Hægt er að styrkja Margréti með því að smella hér.

Mynd af rauðklæddri Margréti / Kaspars Bekeris
Aðrar myndir / Lilja Draumland

Rauðklædda konan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -