Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Túrskattur á Íslandi einn sá mesti í Evrópu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Statista.com hefur tekið saman kort af Evrópu sem sýnir skattlagningu á dömubindum og túrtöppum. Á Íslandi er almennur virðisaukaskattur í kringum 25%. Það á við um dömubindi og túrtappa. Það er meðal hæstu skattlagninga í Evrópu. Þessi skattlagning er stundum kölluð túrskattur.

Í Ungverjalandi er túrskattur í 27%. Það er hæsta hlutfallið í Evrópu. Norðurlöndin eru þar rétt á eftir í 25%. Þar á eftir kemur Þýskaland með 19% túrskatt. Bretland og Kýpur eru með lægsta skatthlutfallið á túrtöppum og dömubindum eða í kringum 5%. Frakkland, Holland, Portúgal og Belgía eru með 5,5-6% skattlagningu.

Umræður standa nú yfir í Sviss og á Spáni en bæði lönd stefna á skattalækkun. Sviss stefnir á lækkun í 2,5% og Spánn í 4%. Þá er Írland eina landið sem hefur afnumið álagningu á hreinlætisvörum kvenna.

Skipting túrskatts í Evrópu
Mynd: Statista.com

Róbert Marshall, fyrrum formaður Bjartar framtíðar, lagði inn tillögu árið 2015 að skattalækkun á hreinlætisvörum kvenna. Í frumvarpinu er lagt til að „dömubindi og tíðatappar falli undir 14. grein laga um virðisaukaskatt sem er lægra þrep laganna og skatturinn á þessar vörur verði því 11%.“ Oktavía Hrund Jóns­dóttir, varaþingkona Pírata, endurflutti málið á þingi árið 2017. Frumvarpið hefur ekki náð fram.

Frumvarpið var lagt fram í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíða, á Alþingi árið 2015. Hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið. „Fjármálaráðherra hefur verið að vinna að því að lækka tolla og vörugjöld á ýmsum nauðsynjavörum sem hafa bein áhrif á útgjöld heimilanna. Einnig hafa verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Ef mig minnir rétt þá hefur virðisaukaskattur á smokka, bleiur og bleiufóður verið lækkaður en skattur á dömubindi og túrtappa hefur hins vegar verið ósnertur í 24%. Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið? Ég spyr því hæstv. ráðherra hverju þetta sætir og hvort unnið sé að því í ráðuneyti hans að lækka þessa skatta,“ sagði Heiða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -