Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tvær bækur Ragnars á metsölulista Der Spiegel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Jónasson rithöfundur er með tvær bækur í efstu sætum metsölulista Der Spiegel. Íslenskur rithöfundur hefur aldrei áður átt tvær bækur sem sitja svo ofarlega á lista þýska vikublaðsins á sama tíma.

Tvær bækur eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson eru í efstu sætum metsölulista Der Spiegel, bókin Dimma í öðru sæti og Drungi í því fjórða. Bækurnar eru hluti af þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu.

RÚV greinir frá þessu. Þar kemur fram að fimmtán ár séu frá því að íslensk skáldsaga náði síðast öðru sæti listans og ennfremur að íslenskur rithöfundur hafi aldrei áður átt tvær bækur sem sitja jafn ofarlega á listanum á sama tíma.

Í frétt RÚV kemur einnig fram að Dimma hefur nú verið í níu vikur á lista Der Spiegel og Drungi í tvær vikur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -