Mánudagur 25. nóvember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Tvær lausnir í stöðunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjum pistli fer lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson yfir stöðuna sem er uppi í Landsrétti vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Tvær lausnir er í boði að mati Ómars.

Ómar R. Valdimarsson.

„Þó svo að dómurinn snúi kannski helst að skipun Arnfríðar Einarsdóttur, Ásmundar Helgasonar, Jóns Finnbjörnssonar og Ragnheiðar Bragadóttur, verður ekki hjá því litið að hinir dómararnir 11 voru skipaðir í þessu sama ferli. Þegar það er haft í huga, er annað ómögulegt en að álykta sem svo að skipun allra dómaranna 15 hafi verið gölluð og brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum,“ skrifar Ómar.

Í hans huga eru tvær lausnir í boði. Önnur þeirra felur í sér að stjórnvöld semji við þá 15 dómara sem eiga sæti í Landsrétti um að þeir segi af sér, gegn greiðslu skaðabóta.

Hin lausnin væri sú að senda öll áfrýjuð mál beint til Hæstaréttar Íslands. Þeir sem hafa þegar fengið úrlausn í Landsrétti fá sjálfkrafa rétt til áfrýjunar til Hæstaréttar.

Pistil Ómars má lesa í heild sinni hérna.

Sjá einnig: Sigríður stígur tímabundið til hliðar – Dómi MDE verður áfrýjað

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -