Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Tvær nunnur játa stórfelldan fjárdrátt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær nunnur sem kenndu við kaþólskan heimavistarskóla í Kaliforníu hafa játað fjárdrátt. Stolna féð fór meðal annars í ferðalög og í fjárhættuspil.

Tvær rómversk-kaþólskar nunnur, Mary Margaret Kreuper og Lana Chang, hafa játað að hafa dregið að sér fé frá kaþólska heimavistarskólanum St. James School í Kaliforníu sem þær kenndu við. Upphæðin sem þær stálu nemur um 60 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef Huffington Post.

Nunnurnar eru sagðar hafa eytt hluta upphæðarinnar sem þær stálu í ferðalög og í spilavíti. Upp komst um fjárdráttinn þegar endurskoðandi var fenginn í að skoða fjármál skólans fyrir skemmstu.

Mary Margaret hafði verið skólastjóri skólans í 28 ár en hún fór á eftirlaun í sumar. Lana kenndi nemendum í áttunda bekk og hafði kennt við skólann í tvo áratugi. Hún fór einnig á eftirlaun fyrr á þessu ári. Í frétt ABC News kemur fram að nunnurnar drógu reglulega að sér fé á meðan þær störfuðu í skólanum.

Foreldrum nemanda var greint frá málinu í bréfi sem þau fengu sent í nok nóvember. Í bréfinu kom fram að nunnurnar sjái verulega eftir gjörðum sínum og að þær biðji um fyrirgefningu.

Í frétt Huffington Post kemur fram að upphaflega ætlaði skólinn ekki að höfða mál gegn nunnunum. En þegar í ljós kom um hversu stórt mál er að ræða var ákveðið að fara í mál við þær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -