- Auglýsing -
Það var róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu og aðeins tveir gistu í fangaklefa. Alls stöðvaði lögreglan níu ökumenn, allir voru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá barst lögreglu tilkynning um þjóf í matvöruverslun og síðar um kvöldið þurfti lögregla að aðstoða nokkra aðila vegna ölvunar. Kemur fram í dagbók lögreglu að auk þess hafi nokkrum minniháttar málum verið sinnt.