- Auglýsing -
Af þeim 927 sýnum sem rannsökuð voru við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær reyndust tvö sýni jákvæð af COVID-19. Þetta kemur fram á covid.is.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag þar sem fjallað verður um stöðu mála varðandi skimun á Keflavíkurflugvelli.
Núna eru sex einstaklingar í einangrun hér á landi með COVID-19 og 603 í sóttkví.