Tveir ökumenn voru staðnir að ofsaakstri á Miklubraut við Ártúnsbrekku. Lögregla mældi ökufantana á 157 kílómetra hraða þr sem heimilt er að aka á 80 kílómetra hraða. Ökumennirnir viðurkenndu sök og sögðust hafa verið að spyrna. Sá sem tapaði þrætti fyrir að hafa náð 157 kílómetra hraða. Báðir missa þeir ökuréttindi sín.
Eiganda bifreiðar í miðborginni var brugðið þegar hann koma að þjófi sem var klyfjaður verðmætum úr bifreiðinni. Bíleigandinn kallaði til lögreglu. Kom þá í ljós að hann hafði brotist inn í fleiri bifreiðar. Þjófurinn var í annarlegu ástandi. Hann sefur nú úr sér í fangaklefa og mætir örlögum sínum fyrir varðstjóra í morgunsárið.