Tveir prestar þjóðkirkjunnar eru enn í leyfi síðan í desember. Þá kom fram í beiðni teymis þjóðkirkjunnar að prestarnir yrðu sendir í leyfi meðan mál þeirra eru skoðuð.
Morgunblaðið fjallaði um málið í morgun en teymið skipa þrír aðilar: Bragi Björnsson, lögmaður og formaður teymisins, Karl Einarsson geðlæknir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi og varaformaður.
Kirkjuráð skipaði teymið og er það sett upp eftir starfsreglum sem segja til um aðgerðir vegna kynferðislegrar áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi, meðferð kynferðisbrota og eineltis.
Þjóðkirkjan mun vinna úr niðurstöðu teymissins en hefur ekki beina aðkomu að störfum eða rannsókninni.