Töluverður erill var hjá lögreglunni í gærkveld og nótt þá aðallega er snéri að ökumönnum sem óku undir áhrifum eða grunaðir um athæfið.
Í tveimur tilfellum var um einstaklinga undir 18 ára aldri að ræða. Fyrra tilfellið átti sér stað laust eftir miðnætti í Breiðholti en bifreið var stöðvuð við hraðamælingu. Mældist bifreiðin á 103 km/kls þar sem hámarkshraði er 50 km/kls. Ökumaður reyndist 17 ára gamall og verður forráðamönnum og Barnavernd tilkynnt um málið.
Hitt tilfellið átti sér stað í Mosfellsbæ klukkan 2:42 en ökumaður bílsins var 17 ára og grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Málið var unnið með aðkomu móður og tilkynnt til Barnaverndar.