Nú ganga landsmenn til kosninga á morgun, en aragrúi flokka og fólks er í framboði til sveitastjórnarkosninga. Því er ekki úr vegi að slá á létta strengi og virða fyrir okkur fræga tvífara frambjóðendanna.
Hugbúnaður og Hollywood
Hugbúnaðarverkfræðingurinn Katrín Atladóttir skipar 6. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en hún er sláandi lík bandarísku leikkonunni Anne Heche, þó talsverður aldursmunur sé á þeim stöllum.
Maðurinn með pirrandi röddina
Spéfuglinn Gilbert Gottfried er hvað þekktastur fyrir að vera með eina mest pirrandi rödd í bransanum. Sem betur fer er ekki hægt að segja það sama um Ármann Kr. Ólafsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, en það er mikill svipur með þeim Gilbert.
Sláandi líkar
J.K. Rowling er hvað þekktust fyrir að skrifa bækurnar um Harry Potter en það mætti halda að hún og sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir, sem leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík, væru skyldar.
Frábært hár
Margir muna eftir bandaríska leikaranum Curtis Armstrong úr kvikmyndunum Revenge of the Nerds þar sem hann fór á kostum sem Booger. Curtis og Stefán Pálsson, frambjóðandi VG, eru ansi líkir. Kannski er það bara hárið?
Berta í Viðreisn
Lögfræðingurinn Dóra Sif Tynes býður fram krafta sína fyrir Viðreisn í Reykjavík en hún minnir um margt á unga Conchata Ferrell. Conchata þessi er leikkona og muna eflaust margir eftir henni úr grínþáttunum Two and a Half Men þar sem hún lék húshjálpina Bertu og sló rækilega í gegn.