Stéttarfélagið Efling og Reykjavíkurborg hafa fundað í gær og í dag og stefnt er að því að halda kjaraviðræðum áfram á morgun.
Á Facebook-síðu Eflingar segir að síðustu fundir hafi snúist um að „greiða úr óvissuatriðum í tilboðum“ en Sólveig Anna hefur áður sagt Dag B. Eggertsson borgarstjóra lofa öllu fögru í fjölmiðlum en segir það sem gerist í samningaherberginu ekki vera í neinu samræmi við loforð hans.
Í færslunni segir einnig að á bráðlega komi í ljós hvort samningaaðilar nái samkomulagi í kjaraviðræðum en að á þessari stundu sé það „tvísýnt“.
Sjá einnig: Segir margt fólk vera „komið á brúnina andlega“ vegna verkfalla