Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Tvítugur maður hvarf sporlaust frá skemmtistað í Reykjavík – Sást síðast á Reykjavíkurflugvelli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 21.nóvember árið 1987 hvarf rúmlega tvítugur maður sporlaust frá skemmtistaðnum Hollywood við Ármúla í Reykjavík.

Guðmundur Finnur Björnsson var fæddur í Beruneshreppi 19.nóvember árið 1967, yngstur sjö systkina. Guðmundur var mikill áhugamaður um bíla og önnur farartæki, hann flutti því til Reykjavíkur og byrjaði að sækja nám í bifvélavirkjun. Hann laumaðist stundum inn á Reykjavíkurflugvöll til að skoða flugvélarnar enda þótti honum gaman að rannsaka ýmis tæki.

Fór að skemmta sér

Guðmundur bjó hjá systur sinni við Tjarnagötu 10 í Reykjavík. Þan 21.nóvember árið 1987, tveimur dögum eftir tvítugsafmælið, fór hann með bróður sínum og vini að skemmta sér á staðnum Hollywood við Ármúla. Félagarnir fóru saman með leigubíl en þegar á leiðarenda varð Guðmundur eftir til að greiða leigubílstjóranum farið en hinir tveir fóru í röðina fyrir utan skemmtistaðinn. Þegar Guðmundur hafði greitt farið, ætlaði hann sér að skjótast inn í röðina þar sem bróðir hans og vinur voru en var einher ósáttur við að Guðmundur ætlaði sér fram fyrir. Hann fór þá aftast í röðina, enda var Guðmundur þekktur fyrir að vera rólyndur og ljúfur maður.

Hvarf úr röðinni

Ekki er vitað hvað Guðmundur beið lengi í röðinni en hann fór aldrei inn á skemmtistaðinn, að óljósum ástæðum yfirgaf hann röðina og gekk í gegnum Hlíðarhverfið og að Reykjavíkurflugvelli. Þar fór hann inn á svæði sem ekki var ætlað almenning og þegar slökkviliðsmaður á vakt tók eftir Guðmundi fór hann á eftir honum og vísaði honum út af svæðinu. Þetta var um klukkan tvö að nóttu og sagði slökkviliðsmaðurinn samskipti þeirra hafa verið á góðan máta, Guðmundur hafi kvatt hann og gengið í átt að Öskjuhlíð.

Sást síðast á Flugvellinum

Slökkviliðsmaðurinn á flugvellinum var sá síðasti til að sjá Guðmund. Umfangsmikil leit var gerð að honum og var sporhundur fenginn til að rekja ferðir hans. Hundurinn rakti lykt Guðmunds frá skemmtstaðnum og að flugvellinum en missti þá slóðina. Umsjónarmanni hundsins þótti furðulegt að slóðin tapaðist svo skyndilega en hann sagði það þó geta haft aðrar útskýringar en að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Telja hann ekki hafa horfið sjálfviljugur

Aldrei kom í ljós fyrir vissu hvað varð um Guðmund, fjölskylda hans telur þó líklegt að hann hafi orðið fyrir óhappi eða hreinlega verið myrtur og líki hans komið fyrir einhversstaðar. Fjölskyldan segir að miðill hafi sagt þeim að Guðmundur muni finnast einn daginn en að þau fái aldrei að vita hvað hafi komið fyrir hann.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir mikla leit um allt höfuðborgarsvæðið fannst Guðmundur ekki, né neitt sem gæti sagt til um ferðir hans. Þeir sem þekktu hann segja útilokað að hann hafi horfið sjálfviljugur eða endað líf sitt en lögreglan hefur þó aldrei haft ástæðu til að líta á hvarf hans sem sakamál. Guðmundur var að lokum úrskurðaður látinn árið 1995.

Guðmundur var grannur, ljóshærður og 182 sentímetrar á hæð, hann notaði gleraugu.

Heimild: Saknað, Íslensk mannshvörf eftir Bjarka H. Hall

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -