Tveir greindust með COVID-19 á síðasta sólarhring. Fjöldi staðfestra COVID-19 smita er því kominn upp í 1.797.
109 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og greindist eitt smit í þeim sýnum. 399 sýni voru rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu, eitt COVID-19 smit greindist þar.
Virkum smitum fer fækkandi á milli daga en virk smit voru 131 í gær, þau voru 149 talsins daginn áður, mánudag
Samkvæmt tölum covid.is hafa nú 1.656 einstaklingar náð bata eftir að hafa smitast.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14.00 líkt og áður. Gestur fundarins verður Svanhildur Þengilsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu í Garðabæ.