Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

„Í tvö og hálft ár upplifði ég vanlíðan og óvissu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég byrjaði að finna fyrir þráhyggju- og árátturöskun þegar ég byrja í lögfræði árið 2012. Ég fór að hafa skrítnar áhyggjur. Áhyggjur af því að valda öðrum óvart skaða, að ég myndi til dæmis valda slysi. Það sem gerist með þráhyggju- og árátturöskun er að rökhugsunin, röddin sem róar mann og segir: „Engar áhyggjur þú ert ekki að fara valda neinum skaða,“ virkar ekki nógu vel,“ segir Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra.

Iðunn greindist með þráhyggju- og árátturöskun, einnig þekkt sem OCD, vorið 2014. Hún er ein af þeim sem sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún, og opnar sig um lífið með OCD á vefsíðu herferðarinnar.

Þarf að róa sig endurtekið

Iðunn segir að í sínu tilfelli hafi þráhugsanir haft áhrif á daglega lífið, en þráhyggja og áratta er meðal annars kvíðaröskun þar sem fólk fær áleitnar hugsanir, hvatir eða ímyndir sem valda kvíða.

„Það kemur upp einhver hugsun, stundum mjög galin hugsun, sem ég festist í. Hún veldur kvíða sem maður bregst við með áráttuhegðun. Til dæmis sú hugsun að ég gæti valdið bílslysi, þá þarf ég í einhvern tíma að róa mig endurtekið og sannfæra mig með móthugsunum og að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Ég muni ekki valda bílslysi því ég fer varlega í umferðinni, ég hef verið með bílpróf í mörg ár og svo framvegis. Þetta segi ég mér, með því að hugsa ákveðnar hugsanir endurtekið, þar til ég næ að framkalla ákveðna tilfinningu sem segir mér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur. Tilfinningin er einskonar ofurléttir, sem ég veit núna að kallast just right feeling og er einkennandi fyrir OCD,“ segir Iðunn.

Grunaði ekki að um OCD væri að ræða

Margir tengja OCD við þráhyggjuhegðun þar sem viðkomandi þarf að endurtaka vissar athafnir til að draga úr kvíða eða afstýra mögulegri hættu, til dæmis með því að ganga oft yfir þröskuld áður en gengið er inní hús. Iðunn segir að hún finni fyrir því að einhverjar ranghugmyndir séu uppi um sjúkdóminn.

„Mig grunaði aldrei að um OCD væri að ræða. Ég þekkti aðeins til staðalímyndarinnar af OCD og þau einkenni pössuðu ekki mínum. Ég þurfti aldrei að gera eitthvað ákveðið oft, eins og að þvo hendur, slökkva ljósin tíu sinnum eða hafa allt í röð og reglu. Það eru miklar fyrirframgefnar skoðanir um OCD og margir sem halda þetta snúist um að síminn megi ekki vera skakkur á borðinu eða að maður þurfi að vera mjög skipulagður,“ segir Iðunn og heldur áfram:

„Stærsta og erfiðasta skrefið var að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég gæti ekki tekist á við þetta ein. Ég var föst á því að vinna úr þessu sjálf. Í tvö og hálft ár upplifði ég vanlíðan og óvissu um hvað væri að gerast.“

- Auglýsing -

Vildi ekki ræða við neinn

Hún gerði sér grein fyrir því hvað amaði að þegar hún var að lesa sér til um geðsjúkdóma á netinu.

„Ég var orðin áhyggjufull en á sama tíma vildi ég ekki ræða við neinn um ástandið. Það var blanda af skömm og hræðslu við viðbrögð annarra. Ég var smeyk við afleiðingarnar og þrátt fyrir að vera þokkalega vel upplýst um geðheilbrigði var tilhugsunin, um að segja frá, ótrúlega erfið. Það var ekki fyrr en einn daginn sem ég var að lesa mér til um geðsjúkdóma á netinu og kynnti mér þá OCD. Ég trúði ekki mínum eigin augum því þarna var nákvæm lýsing á mér. Ég man ég hágrét við lesturinn og hafði aldrei verið jafn létt á ævinni. Þarna var mín greining,“ segir hún, en í kjölfarið leitaði hún sér sálfræðihjálpar.

- Auglýsing -

Iðunn Garðarsdóttir – #Huguð – 5/7 from Studio Holt on Vimeo.

„Ég var ótrúlega heppin með sálfræðing. Ég fór í gegnum hugræna atferlismeðferð sem ég nýti mér í dag til þess að takast á við einkennin og ég hitti enn þá sálfræðinginn minn reglulega, sem hjálpar mjög mikið.“

Það var svo fyrir ári síðan að Iðunn ákvað að byrja á lyfjum vegna nýrra einkenna sjúkdómsins.

„Áður en ég byrjaði að taka lyfin hafði ég í svolítinn tíma fundið fyrir einkennum sem voru ekki bara þráhyggjuhugsanir. Ég var farin að þurfa að bregðast við kvíðanum með því að þurfa að gera eitthvað ákveðið. Ég átti til dæmis orðið erfitt með lærdóm því ég varð að lesa sömu setningarnar aftur og aftur. Það tók mig margar klukkustundir að komast í gegnum nokkrar síður. Lyfin slógu á einkennin og hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“

Viðtalið í heild sinni má lesa á vefsíðu herferðarinnar #HUGUÐ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -