Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Varaformaður Geðhjálpar óttast að álagið á geðheilbrigðiskerfið aukist til muna í haust.

„Við finnum fyrir því að fólk á erfiðara með að fá aðstoð, það er álag alls staðar, bæði á geðdeildunum og á heilsugæslunni,“ segir Sigríður Gísladóttir, varaformaður Geðhjálpar í samtali við RÚV, en tvöfalt fleiri hafa leitað til samtakanna í ár, miðað við sama tíma í fyrra.

Í frétt RÚV kemur fram að samtökin hafi strax í upphafi COVID-19 faraldursins orðið vart við aukna eftirspurn eftir þjónustu. Geðhjálp hafi brugðist við með því að bæta við ráðgjafa og starfa nú tveir slíkir hjá samtökunum.

Segir Sigríður að til samtakanna leiti nú meðal ananrs nýr hópur fólks sem glími við andlegan vanda en ekki beinlínis geðrænan vanda. Hún hefur áhyggjur af því að í haust aukist álagið á geðheilbrigðiskerfið til muna þegar margir verða atvinnulausir. „Ég hugsa að það verði mjög mikið álag og ég held við þurfum öll að vera tilbúin að bregðast við því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -