Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Twitter breytir slagorðinu sínu: „Tölum saman“ verður „Kveiktu í dýrðinni!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn og aftur klóra margir sér í hausnum yfir breytingum sem gerðar eru á samfélagsmiðlunum sem áður hét Twitter eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið í fyrra á litlar 44 billjónir dollara.

Að þessu sinni ráku notendur Apple App Store augun í að búið var að breyta slagorði félagsins úr „Let’s talk“ í „Blaze your glory!“ þegar þeir voru að sækja sér hugbúnaðinn í gegnum veituna.

Nokkur áferðarmunur er á því annarsvegar að stinga upp á því að tala saman og hinsvegar að hvetja fólk til þess að leggja eld að eigin dýrð en hvað vakir fyrir markaðsteymi X er ansi snúið að ráða í.

Í fyrstu dettur manni í hug að hér sé kapteinninn að bjóði fólki að hrópa upp yfir sig „Geronimo!“ eða „Leeroy Jenkins!“ áður en hann veður í andstæðinga sína með allar sínar undarlegu breytingar að vopni en varla er það svo einfalt.

Mögulega mætti líta svo á að hér sé verið að reyna að draga fram ímynd hinna djörfu, þeirra sem brjóta reglurnar, þeirra sem gára vatnið og þetta verið til þess að skera sig frá samkeppnisaðilunum.

Í ljósi þess að ýmsum notendum hefur verið hleypt aftur inn á miðilinn sem áður höfðu verið í banni, t.a.m. Kanye West sem hafði verið í 8 mánuði í banni fyrir að hvetja til ofbeldis, Donald Trump sem var í varanlegu banni fyrir að stofna til múgæsings, Andrew Tate sem var í banni fyrir að lýsa því yfir að fórnarlömb nauðgana bæru hluta ábyrgðarinnar og Marjorie Taylor Greene fyrir að dreifa röngum upplýsingum um Covid-19 með skipulegum hætti, gæti maður komist að þeirri niðurstöðu að miðillinn sé með breytingunni að höfða til þeirra hópa sem gætu stutt afléttingar þessara banna.

- Auglýsing -

Hvað sem öðru líður verður áhugavert að sjá hver framtíð TwitterX verður.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -