Netverjar bregðast við broslegri villu sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag.
Í morgun birtist skondin villa á forsíðu Fréttablaðsins þar sem fjallað er um brúðkaupsundirbúning fótboltamannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Í fyrirsögn er talað um „brauðkaup“ í staðin fyrir „brúðkaup“ og netverjum er skemmt.
Þetta hefur fólk á Twitter um mistökin að segja.
Og ég sem var viss um að þau væri í keto. Ákveðinn skellur. #brauðkaup pic.twitter.com/lM66V6eIPh
— Baldvin Bergsson (@baldvinthor) January 8, 2019
Brúðkaup eða brauðkaup…krauttlegt bara finnst mér #lífiðkrakkar pic.twitter.com/Cin8ZtiH5S
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) January 8, 2019
Ókey, eru þau sem sagt að taka yfir þrotabú Kornsins? pic.twitter.com/W50ZljBhRs
— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 8, 2019
Brauð og co að fá samkeppni í brauðleiknum? #breadgate pic.twitter.com/HueXOC7KbJ
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 8, 2019
Okei MJÖG SPENNT! Elska að kaupa brauð, hlakka til að sjá hvernig þau ætla að gera þetta pic.twitter.com/orzl7jWfWL
— Auður Albertsdóttir (@ausausa) January 8, 2019
Ó, mér sýndist þetta fyrst vera hundur. pic.twitter.com/pqyRmfIdTE
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 8, 2019
Brauðkaup aldarinnar – MYNDIR pic.twitter.com/gf4ekNl7ex
— Atli Fannar (@atlifannar) January 8, 2019
ÉG ÆTLA AÐ FÁ 4.000 RÚNSTYKKI MEÐ BIRKI OG ÖLL SÓLKJARNARBRAUÐIN ÞÍN. NÁÐU LÍKA Í ÖLL NORMALBRAUÐIN SEM ÞÚ ÁTT, NIÐURSKORIN TAKK. ÞAÐ STENDUR NEBBLA MIKIÐ TIL! https://t.co/l2mCP1R1b8
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) January 8, 2019