Sigga Dögg auglýsir eftir typpi í fræðslumyndband.
Sigga Dögg kynfræðingur auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir sjálfboðaliða sem vill taka þátt í gerð fræðslumyndbands um smokkanotkun. Nánar tiltekið er það einungis typpi viðkomandi sem hún hefur áhuga á að nota í myndbandinu og hún tekur fram að ekki muni sjást í andlitið, heldur einungis svæðið frá nafla að lærum og svo hendurnar.
Ekki verður greitt fyrir þátttöku í myndbandinu heldur fer ágóðinn til UNICEF og UN Women.
Kynfræðingurinn lýkur auglýsingunni með því að ítreka – í upphafsstöfum – að hún sé ekki að biðja um að henni séu sendar typpamyndir.
Auglýsingu Siggu Daggar má skoða hér að neðan.
https://www.facebook.com/siggadogg.is/
Mynd / Saga Sig