Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Um 60 milljarða eignir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgerðarfélag Reykjavíkur hét um árabil Brim. Nafni félagsins var breytt þegar það keypti ráðandi hlut í HB Granda í fyrra.

Nafni HB Granda var svo breytt í Brim á hluthafafundi í ágúst. Guðmundur Kristjánsson sem er endanlegur eigandi að um 75 prósent alls hlutafjár í Útgerðarfélagi Reykjavíkur og tók sjálfur við sem forstjóri HB Granda eftir innkomu sína þar, hefur ávallt verið kenndur við það nafn og kallaður Guðmundur í Brimi.

Útgerðarfélag Reykjavíkur er risastórt fyrirtæki. Rekstrartekjur þess á árinu 2018 voru, samkvæmt nýlega birtum ársreikningi, um 22,4 milljarðar króna ef miðað er við gengi evru um síðustu áramót. Hagnaður af starfseminni var um 1,5 milljarður króna.

Eignir þess voru metnar á 59,7 milljarða króna. Þar munaði mest um eignarhlutinn í HB Granda/Brim sem bókfærður var á um 24,8 milljarða króna miðað við árslokagengi á evru. Það er rúmlega 15 prósent hærra verð en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Í ársreikningi segir að eignarhluturinn hafi verið færður samkvæmt hlutdeildaraðferð. „Stjórnendur hafa framkvæmt virðisrýrnunarpróf og niðurstöður þess eru að ekki er virðisrýrnun á eignarhlutnum.“ Á móti kemur að fyrirtækið seldi hlut sinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og Ögurvík á árinu 2018.

Skuldirnar voru þó umtalsverðar líka, alls um 32,4 milljarðar króna. Það þýðir að eigið fé Útgerðarfélags Reykjavíkur var um 27,3 milljarðar króna um síðustu áramót.

Ljóst er að salan á Ögurvík seint á árinu 2018 hefur létt á stöðu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Eigið fé fyrirtækisins jókst á milli ára og skuldir þess grynnkuðu umtalsvert, eða um 6,5 milljarða króna. Á árinu 2019 á Útgerðarfélag Reykjavíkur að greiða um 7,7 milljarða króna af langtímaskuldum til lánastofnana.

Virði sölufélaganna, sem nýverið voru seld til Brims á 4,4 milljarða króna, eru ekki tilgreind sérstaklega í ársreikningnum að öðru leyti en að nafnverð þeirra er gefið upp. Eignarhlutir Útgerðarfélags Reykjavíkur í öðrum félögum en hlutdeildarfélögum, sem eru þá umrædd sölufélög og önnur sem fyrirtækið átti að öllu leyti, voru bókfærðir á 2,1 milljón evra, eða um 280 milljónir króna miðað við gengi evru um síðustu áramót.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -