Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Um ummæli Bjarkeyjar: „Er siðferði Mafíunnar komið til Íslands með svona augljósum hætti?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson hjó eftir ummælum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra í viðtali á RÚV og spyr um siðferðisþroska ráðherrans.

Samfélagsrýnirinn og fyrrum ritstjórinn Björn Birgisson, frá Grindavík, skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann talar um ummæli matvælaráðherra sem hún lét falla eftir að ljóst var að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðismanna, ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur ráðherranum. Þótti Birni ummæli Bjarkeyjar benda til siðferðisbrests.

„Ummæli eins af ráðherrum landsins:

**********
„Ég er mjög ósátt við það að hann kjósi að sitja hjá og verja mig ekki vantrausti. Ég varði hann vantrausti fyrir ekki svo mörgum árum. Án þess að vera endilega sátt við allar hans embættisfærslur þannig ég hefði talið það að hann hefði átt að gera það burtséð frá skoðunum sínum í þessu máli.“ – Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
*********
Er þetta allur siðferðisþroskinn?
Hvað með ákvæði Stjórnarskrárinnar um heiðarleika og að fylgja eigin sannfæringu?“ Þannig hljóðar fyrri partur færslu Björns.

Spyr hann svo í seinni hlutanum áhugaverða spurningu:

„Þetta er eins og glefsa úr bandarískri glæpamynd:
“You scratch my back and I’ll scratch yours.”
Eða þegar menn hjálpa til við að breiða yfir glæpi og misbresti:
„Now you owe me one!“
Er siðferði Guðföðurins og Mafíunnar komið til Íslands með svona augljósum hætti?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -