Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Umboðsmaður Beckham harðneitar að ræða hvað gerðist í veiðiferðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Victoria Shires, umboðsmaður David Beckham, neitar að ræða sögusagnir um veiðiferð knattspyrnumannsins fyrrverandi með Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni í Haffjarðará í sumar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafnar hún að ræða málið við Mannlíf, hvort sem er í síma eða fyrirspurnum í tölvupósti.

Mannlíf greindi frá veiðiferð þremenninganna og veiðigleði þeirra. Í framhaldinu spunnust sögur um það sem hefði gerst á bak við luktar dyr veiðihússins með þeim afleiðingum að Björgólfi hafi verið vísað úr ánni. Óttar Yngvason, eigandi Haffjarðará, hefur fram til þessa hafnað öllum sögum um það sem á að hafa gerst í veiðihúsinu umrædda júnínótt á Hnappadal.

„Haffjarðará er ekki til sölu,” segir Óttar Yngvason, eigandi Haffjarðarár, um sögusveim sem geisar um ósæmilega framgöngu auðmannsins Björgólfs Thors í veiðihúsi árinnar þar sem hann var ásamt David Beckham og Guy Ritchie snemmsumars.

„Ég kannast ekki við neitt skemmtanahald. Það hefur aldrei verið á vegum þessara manna”

Því er haldið fram að Björgólfur hafi hegðað sér með óviðeigandi hætti og að eigandi Haffjarðarár hafi ekki séð sér annað fært en að reka hann og hina heimsfrægu félaga hans úr veiðihúsinu. Þá segir ein sagan að Björgólfur hafi í framhaldinu keypt Haffjarðará til að fá aðgang þar að nýju. Langafi Björgólfs Thor, Thor Jensen, var eigandi hennar á sínum tíma. Óttar, sem á ánna í gegnum tvö félög, þvertók fyrir þetta og segir að ekkert hafi gerst í veiðihúsinu sem gefi tilefni til umræddra sögusagna. Hann telur óvildarmenn Björgólfs standa fyrir sögunum og segir sér ljúft og skylt að upplýsa málið opinberlega og kveða niður sögur.

Óttar sver og sárt við leggur að ekkert hafi gerst í ferðinni. Mynd / Skjáskot RÚV.

Óttar ræddi líka sögusagnirnar við DV um að athafnamaðurinn Björgólfur hafi gerst sekur um ósæmilega framgöngu í veiðiferðinni. „Allar þessar sögur um Björgólf Thor og Haffjarðará eru rangar. Hann hefur verið viðskiptavinur okkar í nokkur ár og ekkert komið upp á. Ég kannast ekki við neitt skemmtanahald. Það hefur aldrei verið á vegum þessara manna,” sagði Óttar.

DV gekk líka á Björgólf og spurði hann út í málið. Þar viðurkenndi fjárfestirinn að hann hafði eitthvað heyrt af málinu en sagði það ekkert nýtt að sögusagnir væru á kreiki um sig. Tvö bresk götublöð eru nú sögð rannsaka málið. Tengsl Björgólfs við fótboltahetjuna og leikstjórann sem voru með í för í ferðinni umdeildu vekja greinilega áhuga gulu pressunnar.

- Auglýsing -

Sögusagnirnar virðast ekki ætla að deyja út þrátt fyrir að eigandinn, Óttar Yngvason og Björgólfur sjálfur neiti fyrir að nokkuð ósæmilegt hafi gerst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -