- Auglýsing -
Ísland kemur nokkrum sinnum fyrir í myndbandi sem Bored Panda Art hefur tekið saman um verk listamannsins Rich McCor, eða Paperboyo eins og hann kallar sig, sem er þekktur fyrir að umbreyta kennileitum um heim allan með klippimyndum.
Listaverkin eru þannig gerð að Paperboyo setur skuggaklippimyndir inn á ljósmyndir af sögufrægum stöðum sem gefur áhorfandanum nýtt sjónarhorn á myndirnar. Paperboyo hefur meðal annars notað Kópavogskirkju, Geysi og Hallgrímskirkju í myndum sínum. Myndbandið sem Bored Panda Art klippti saman er hér fyrir neðan og hægt er að skoða verk Paperboyo á Instagram undir nafni listamannsins.
https://www.facebook.com/BoredPandaArt/videos/410558443001056/