Rapparinn M.I.A. hefur farið mikinn á Twitter undanfarna daga og tjáð sig um útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Í færslum sínum afhjúpar hún skoðun sína á bólusetningum sem hún er mjög á móti. Færslur hennar hafa vakið mikla athygli og reiði margra.
Á meðan vísindamenn vinna að þróun bóluefnis gegn kórónaveirunni deilir M.I.A. umdeildum skoðunum sínum um bóluefni almennt. Í einni færslunni talar hún um að hún myndi frekar kjósa dauðann heldur en að bólusetningu gegn veirunni.
Í annarri færslu lýsir hún veikindum sonar síns sem hann glímdi við eftir að bandarísk skólayforvöld neyddu hana til að láta bólusetja hann. Seinna eyddi hún færslunni.
Hún birti nýja færslu þar sem hún segir fólki að anda inn og út. „Ekki hræðast. Þú ert ekki að fara að deyja. Þú munt komast af án þess að setja álag á heilbrigðiskerfið. Andaðu bara. Það verður allt í lagi með þig,“ skrifaði hún meðal annars. Hún bætti við að allar bólusetningarnar sem fólk hefur fengið hingað til muni tryggja öryggi þess.
M.I.A. hefur fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni vegna þessara skilaboða. Tvö þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Ef marka má svör aðdáenda hennar við færslunum er greinilegt að skoðanir hennar vekja undrun margra.
If I have to choose the vaccine or chip I'm gonna choose death – YALA
— M.I.A (@MIAuniverse) March 25, 2020
Don't panic you are ok. You are not gonna die. You can make it without stressing the medical systems. Just breathe. You are going to be ok. You can make it through without jumping in the frying pan. You are fine. All the vaccines you ve already had is enough to see you through.
— M.I.A (@MIAuniverse) March 25, 2020