Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Umdeildur auðjöfur segist aðeins vilja vernda laxastofna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jim Ratcliffe, breskur auðjöfur og landeigandi á Íslandi, vill stækka hrygnarsvæði laxa á Norðausturlandi. Stefnt er að byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá í Þistilfirði og Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er áætlað að framkvæmdirnar taki fimm ár.

Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Norðausturlandi. Margar hverjar liggja að gjöfulum laxveiðiám. Samanlögð stærð eignanna er um 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% af Íslandi. Samkvæmt yfirlýsingu er ástæða kaupanna og fyrirhugaðra framkvæmda að vernda laxastofna. „Til þess að hægt sé að auka lífslíkur tegundarinnar sem mest, þá stendur Ratcliffe einnig að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu íslenska laxins í ánum og í norðanverðu Atlantshafi,” segir í tilkynningunni. „Rannsóknir fara fram í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og háskóla innan lands og utan.“

„Í samstarfi við nærsamfélagið á Norðausturlandi vinnur Jim Ratcliffe einnig gegn jarðeyðingu og að bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu í endurræktun skóga og endurheimt gróðurfars. Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum íþessum ám, auk Selár. Þetta er í samræmi við almenna veiðireglu ánnaum að veiddum fiski sé sleppt aftur.“

Eiga yfir 1% af Íslandi

Eins og áður segir Ratcliffe sölsað undir sig jarðir ásamt viðskiptafélögum sínum á Norðausturlandi. Samkvæmt samantekt Morgunblaðsins í fyrra eiga þeir hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þeirra eru í Vopnafirði og liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám. Meðal þeirra eru Selá, Vesturá, Hofsá og Sunnudalsá. Samanlögð stærð landsins, samkvæmt skráningu Nytjalands frá 2006, er ríflega 1000 ferkílómetrar. Það er um 1% alls landsvæðis Íslands.

Ratcliffe keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing síðast liðinn nóvember. Með kaupunum eignaðist hann 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf. sem heldur utan um leigu á Selá og Hofsá. Félagið á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Þá á Strengur einnig veglegt veiðihótel við Selá.

Á meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá, Hofsá og Selá

- Auglýsing -

RÚV greindi frá kaupum fjárfestingafélagsins Sólarsalir á Brúarlandi 2 í Þistilfirði síðastliðinn júlí. Félagið er í eigu Ratcliffe. Eftir kaupin eiga félög í hans eigu meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá sem er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði.

Fyrir á Ratcliffe jarðirnar Hvamm eitt, þrjú og fjögur í Þistilfirði. Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum og formaður veiðifélags Hafralónsár sagði í samtali við RÚV að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur við kaupin. „Alla vega hefur enginn hugmynd um þetta fyrr en það er búið að ganga frá þessu.”

Eins og þetta með að Brúarland sé byggt út úr Gunnarsstöðum og í óskiptu landi, þá höfum við ekki hugmynd um þetta fyrr en okkur er tilkynnt um þessa sölu,” sagði Jóhannes. „Ég held að skatturinn ætti nú að skoða þessi mál. Það er eini aðilinn sem hefur til þess tæki til hvernig þetta fer fram. Ég held að það sé svolítið mikið um það að þetta sé bara borgað allt með seðlum.“

- Auglýsing -

Sjá Einnig: „Þetta er eins mikið kjaftæði og hugsast getur“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -