Miðvikudagur 11. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Umdeildur grínisti á leið til Íslands: „Eruð þið að fokking grínast?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilvonandi koma bandaríska grínistans T.J. Miller til Íslands í maí á næsta ári þykir víða umdeild. Íþróttakonan og áhrifavaldurinn Edda Falak er á meðal þeirra netverja sem telur ósmekklegt að grínarinn haldi sýningu hér á landi í ljósi nýrrar MeToo bylgju. Edda úthúðar fyrirtækinu Senu Live á Instagram-aðgangi sínum.

„Eruð þið að fokking grínast?“ spyr Edda í Story á Instagram og merkir Senu Live í færslu sinni.

Í tilkynningu frá Senu Live segir að sé „sérstaklega ánægjulegt að [Miller] skuli stíga aftur á svið og koma fram í eigin persónu um alla Evrópu á næsta ári.“
Þá er bætt við: „Við erum heppin að Ísland sé partur af túrnum og ljóst að ógleymanlegt kvöld er í vændum laugardaginn 7. maí í Háskólabíói.“

Miller þekkja eflaust margir úr gamanmyndunum She’s Out of My League, Deadpool 1 & 2, The Emoji Movie og Big Hero 6 ásamt þáttunum Silicon Valley. Miller hefur ítrekað verið sakaður um brjóta gegn og áreita konur. Á meðal dæma var hann sagður hafa brotið kynferðislega gegn konu þegar hann stundaði nám við George Washington-háskólann í Washington rétt upp úr aldamótunum. Þegar #MeToo bylgjan fór fyrst af stað var grínarinn sakaður um að kyrkja fyrrverandi kærustu sína og kýla hana í andlitið meðan þau stunduðu kynmök.

Þá var hann kærður árið 2018 fyrir að hafa hrópað að sprengja væri um borð í lest sem hann ferðaðist með. Atvikið átti sér stað í lest frá félaginu Amtrak á leiðinni frá Washington DC til New York. Miller var handtekinn í New York en síðar fundinn laus gegn tryggingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -