Þann 28. mars síðastliðinn birti Mannlíf frétt um blekkjandi umbúðir á Heimilisosti frá MS. Í kjölfarið var farið með málið til Neytendastofu og það rætt við lögfræðing Neytendasamtakanna. Ekkert hefur enn komið út úr málinu frá Neytendastofu ennþá.
Tilboðs osturinn er dýrari en sá sem er ekki á tilboði
Í gær rakst Mannlíf á áður téðan ost í Hagkaup, Smáralind og enn þá hafa engar breytingar orðið hjá Mjólkursamsölunni. Á myndinni hér að neðan má sjá sama ostinn með sömu merkingu „Ódýrt“. Í tilfellinu sem Mannlíf skrifaði um áður voru pokarnir með tvenns konar merkingar, „Ódýrt“ og „Tilboð“. Það sem er stórmerkilegt að auki, er verðmunurinn á milli nákvæmlega sömu vörunnar. Annar rekkinn er merktur 829 krónur og kílóverðið er 2.241 króna, hinn er merktur 849 krónur og kílóverðið er 2.295 krónur. Þetta þýðir að nákvæmlega sama varan sem merkt er á hillu sem tilboð er 20 krónum dýrari en pokinn sem er ekki á tilboði! Á kílóverðinu munar svo einungis 54 krónum sem er stórundarlegt.
Neydendastofa
Að Það skuli taka heila eilífð fyrir Neytendastofu að sinna þessu máli er óviðunandi. Þar að auki stendur að fara að leggja stofnunina niður, hvernig ætli mál neytenda fari þá ? Hér má sjá umfjöllun Mannlífs um fyrirhugaða lokun á Neytendastofu.
Ábyrgð verslana
Það verður einnig að nefna ábyrgð verslunarinnar sem er Hagkaup í þessu tilfelli. Auðvitað er það verslunin sem sinnir því hvernig vörum er uppstillt og hvernig þær eru verðmerktar. Undarlegt þykir að sömu vörunni hafi verið komið fyrir í sitt hvorum rekkanum og annar rekkinn er 20 krónum ódýrari en pokinn sem er merktur á tilboði. Það er eitthvað mikið bogið við þetta. MS hafði útskýrt málið sem svo að sá venjulegi væri merktur með ódýrt en ef það væri tilboðs þá stæði það á pokanum og þá væri sá ostur ódýrari en sá ódýri. Svo reynist ekki vera hjá Hagkaup því allir pokar voru merktir eins með ódýrt í horninu en ekki voru tilboðs merkingar á pokunum. Þetta er orðið að einni hringavitleysu.
Skagfirðingabúð með betra verð en Hagkaup
Skagfirðingabúð sem Mannlíf fjallaði um í ofangreindri frétt var með ostinn sem merktur var Tilboð á 599 krónur og þann sem merktur var Ódýr á 822 krónur. Hjá MS fannst einungis ein vara skráð undir þessu nafni og hún var verðlögð á 644 krónur. Jafnundarlegt þykir það nú sem áður að það séu ekki tvær útgáfur af sömu vörunni fyrst stöðugt er verið að selja sömu vöruna á sitthvorum forsendunum.