Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Umdeilt myndband Madonnu á að vekja fólk til umhugsunar um skotárásir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Madonna sendi frá sér umdeilt myndband í gær sem er ádeila á skotárásir og byssulöggjöf Bandaríkjanna.

 

Tónlistarkonan Madonna segir að umdeilt tónlistarmyndband við lag hennar God Control eigi að vekja fólk til umhugsunar. Myndbandið birtist á Youtube-síðu Madonnu í gær og síðan þá hefur hún hlotið mikla gagnrýni frá fólki sem þykir myndbandið of gróft. Madonna hefur þó einnig hlotið mikið lof fyrir myndbandið. Í myndbandinu má sjá fólk skotið til bana á skemmtistað.

Tónlistarmyndbandið hefur vakið reiði meðal þeirra sem lifðu af skotárás sem gerð var á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í júní árið 2016. Þar létust 49 og tugir særðust. Patience Carter er ein þeirra sem lifði af. Hún segir nýja myndband Madonnu svo sannarlega vera óhugnanlegt. „Ég gat ekki hoft á meira en 45 sekúndur,“ skrifaði Carter á Twitter. Hún tekur þó fram að hún kunni að meta tilraun Madonnu til að vekja athygli á málstaðnum.

Viðbrögð Madonnu við gagnrýninni er að benda á að tilgangur myndbandsins sé að vekja fólk til umhugsunar um skotárásir og byssulöggjöf. Í viðtali við People segir hún skotárásir vera stærsta vandamál Bandaríkjanna. „Ég gerði þetta myndband til að vekja athygli á þessu vandamáli sem þarf að taka á. Ég þoli þetta ekki lengur.“

Myndband Madonnu við lagið God Control má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -