Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Umfangsmikil kannabisræktun í tjöldum á háalofti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun fyrr í vikunni þegar gerð var húsleit að fenginni heimild.  Hafði ræktuninni verið komið fyrir í þremur tjöldum á háalofti húsnæðis. Í tjöldunum voru tæplega hundrað plöntur á ýmsum ræktunarstigum. Þá fundust kannabisefni í pappakassa á gólfinu svo og plöntur sem hengdar höfðu verið upp til þurrkunar í lofti rýmisins. Efnið sem þannig hafði þegar verið verkað til neyslu vóg tæp þrjú kíló.

Húsráðandi var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann játaði brot sitt.  Plöntur, efni og tól og tæki voru fjarlægð af lögreglu til eyðingar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -