- Auglýsing -
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu stóðu yfir í Bríetartúni í dag, á staðnum var fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla auk sérsveitar. Lögreglan var kölluð út rétt fyrir hádegi.
Lögreglan sendi út tilkynningu þar sem sagði að aðgerðum væri lokið en um var að ræða karlmann í ójafnvægi sem óttast var að færi sér á voða. Maðurinn kom að lokum sjálfviljugur út úr íbúðinni eftir talsverða bið en mikill viðbúnaður var á svæðinu.
Unnið er nú að því að veita manninum viðeigandi aðstoð.