Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu og slökkviliði vegna umferðarslyss á Kjalarnesi. þrír sjúkrabílar og tveir dælubílar frá slökkviliðinu voru sendir á vettvang. Einn bílanna sem lenti í slysinu var með aftanívagn
Leiðum til að frá slysstað er lokað, Vesturlandsvegur við Þingvallaveg er lokaður, Hvalfjarðargöng og Kjalarnes.
Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. Vegfarendum bent á að fara Þingvallarveg (36) og Kjósarskarðsveg (48) til að komast Hvalfjörðinn. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020
Samkvæmt frétt RÚV lenti þyrla Landhelgisgæslunnar sunnan megin Hvalfjarðarganga á fjórða tímanum í dag.
Langar raðir bíla hafa myndast sitthvorum megin við slysstað. Eftir því sem næst verður komið varð slysið á veginum milli þéttbýlisins á Kjalarnesi og Hvalfjarðarganga.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu verða Hvalfjarðargöngin opnuð aftur eftir augnablik, hjáleiðin er sem um ræðir:
Til vinstri eftir Hvalfjarðargöngin, áleiðis Hvalfjarðarveginn þaðan Kjósarskarð og svo Þingvallaleið.