Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag, en eins og segir í fyrri frétt var mikill viðbúnaður vegna slyssins, auk þess sem tveir dælubílar frá slökkviliðinu voru sendir á vettvang.
Vísir greinir frá að þrír einstaklingar verði fluttir á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang, og lenti sunnan við Hvalfjarðargöng. Stuttu síðar var hún send norður fyrir göngin til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Bíllinn komst hins vegar ekki í gegnum göngin, og sjúklingurinn því flutter með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík.