Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Umfjöllun um sendiherra veldur usla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umfjöllun CBS um Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur vægast sagt hlotið misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum. Samkvæmt umfjölluninni er Gunter meðal annars sagður vilja fá að bera skotvopn og vopnaðan lífvörð og brynvarðan bíl þar sem hann á að óttist um öryggi sitt á Íslandi.

„Ég vona að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar hvað varðar þessa tilhæfulausu kröfu sendiherrans. Má vera að hann telji sig vera staddan í öðru ríki,“ spyr Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og þingmaður Samfylkingarinnar.

„Ef þessi ágæti maður getur ekki fellt sig við þann íslenska sið að ráðamenn ganga hér ekki um með vopnaða lífverði þá er honum alveg fullfrjálst að finna sér eitthvað annað að gera,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, um málið.

„Þeir sem sjá óvini allsstaðar eru staddir í speglasal eigin sjálfs,“ segir Hörður Torfason tónlistarmaður.

„Loksins er Qanon komið til Íslands. Sendiherrann nýi treystir ekki starfsfólki sendiráðsins því þau vinna fyrir djúpríkið,“ segir Snægbjörn Brynjarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata og þáttagerðarmaður.

„Reykjavík – borg óttans,“ spyr Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar í hæðni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -