Slagurinn um áhrifastöður innan Vinstri grænna við næstu kosningar er að hefjast. Katrín Jakobsdóttir formaður er firnasterk í embætti og mun enginn ógna henni. Aftur á móti er spurning um Steingrím J. Sigfússon, fyrrverandi formann sem hefur barist um í aftursæti flokksins en án þess að ná stjórn. Steingrímur er vandamál Vinstri grænna vegna stóriðjudekurs en hann var einn helsti hvatamaður að andvana stóriðju á Húsavík.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, leiðtogi í norðvestri, er annar þingmaður sem flokkast gæti sem vandamál í umhverfisflokki. Lilja er ákafur stuðningsmaður fiskeldis sem þykir vera einhver mesti sóðaskapur við strendur landsins. Þá var Lilja stuðningsmaður Hvalárvirkjunar. Ekki er ólíklegt að Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra, Mumma á Mýrum. verði teflt fram gegn annaðhvort Steingrími eða Lilju Rafney og reynt að hreinsa umhverfisflokkinn af þeirri óværu sem hlýst af dekri við stóriðju, virkjanir og fiskeldi. Aðrar raddir innan flokksins vilja að VG snúi frá ofstækisfullri umhverfisstefnu og staðsetji sig nær miðjunni …